Ungmennadeild HRFÍ er deild innan Hundaræktarfélags Íslands sem heldur utan um barna og unglinga starf innan félagsins.
Viðburðir
Deildin heldur alls kyns viðburði yfir árið. Okkar stærstu viðburðir eru sýningarþjálfanir og dagur Ungmennadeildar sem haldin er 2-3 sinnum á ári. Einnig reynir deildin að standa fyrir öðrum viðburðum reglulega yfir árið, svo sem námskeiðum og hittingum. Yfirlit yfir viðburði sem við stöndum fyrir er hægt að sjá á viðburðadagatalinu okkar hér. |
Keppni ungra sýnenda
Keppni ungra sýnenda er keppni fyrir ungmenni á aldrinum 10-17 ára. Keppnin skiptist í tvo aldursflokka, yngri flokk (10-12 ára) og eldri flokk (13-17 ára), árið gildir. Í þessari keppni er dæmt hvernig sýnandinn sýnir hundinn sem hann er með, sambands hans og hunds t.d. Hægt er að lesa reglur um keppni ungra sýnenda hér og nánar um unga sýnendur hér. |
Sýningaþjálfanir
Deildin stendur fyrir sýningarþjálfunum fyrir hverja sýningu HRFÍ. Venjan hefur verið að halda tvær til þrjár þjálfanir fyrir hverja sýningu. Við bjóðum þeim krökkum sem taka þátt í keppni ungra sýnenda upp á ókeypis tíma sem hefur verið fyrsti tími í þjálfun. Tímarnir á eftir eru skiptir milli tegundahópa/stærð hunda og kosta 1000 kr. fyrir hvern sýnanda í hvern tíma. Tímarnir standa í um klukkustund og farið er yfir þá hluti sem fara fram í sýningahringnum. |
Sjoppan og umbunakerfið
Á innisýningum HRFÍ stendur deildin fyrir sjoppu og er það ein stærsta fjáröflun deildarinnar. Með hjálp ungmenna í deildinni og foreldra þeirra hefur sjoppan lukkast vel. Umbunakerfið byrjaði árið 2016. Þar safna krakkarnir sér inn punktum fyrir vinnu í sjoppunni og geta þau nýtt þá í námskeið og annað í boði deildarinnar. Hægt er að sjá stöðu punktasöfnunar hér og reglur um umbunakerfið hér. |