Ungmennadeild HRFÍ er deild innan Hundaræktarfélags Íslands sem heldur utan um barna og unglinga starf innan félagsins.
Royal Canin / Dýrheimar eru styrktaraðili Ungmennadeildar HRFÍ.
Á döfinni 2023
Sýningarþjálfanir í febrúar
Nú fer að líða að næstu sýningu og ungmennadeildin ætlar að bjóða upp á sýningarþjálfanir í febrúar!
Þriðjudaginn 7. febrúar, þriðjudaginn 14. febrúar og sunnudaginn 26. febrúar verða sýningarþjálfanir í boði fyrir unga sýnendur á aldrinum 9-17 ára* (aldursárið gildir).
Skráning hér fyrir neðan Staðsetning: Blíðubakkahúsið í Mosfellsbæ Tímasetning: Sjá auglýsingu
Þátttökugjald: 1.000 kr skiptið Til þess að skráning teljist gild þarf að fylgja millifærsla! Reikningur 515-26-680481, kt. 680481-0249, setja nafn þátttakanda í skýringu og senda kvittun á udhrfi@gmail.com!
ATH!!! Börn á 9unda aldursári mega taka þátt í námskeiðinu og skrá sig í yngri flokk Yngri flokkur: 10-12 ára (9-12 ára - árið gildir) Eldri flokkur: 13-17 ára (árið gildir)
Mikilvægt er að börnin mæti með hunda sem þau hafa stjórn á á námskeiðið og hafa náð amk 9 mánaða aldri.
Skráning á námskeiðið má finna undir "fréttir" á heimasíðu deildarinnar.
ATH! Þau sem skráð eru í keppni ungra sýnenda á sýningu HRFÍ 26.11.22 hafa forgang á námskeiðið.
Öll sem eru skráð munu fá staðfestingarpóst með nánari upplýsingum.